Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ljósaserían: Stúfur og björgunar­leiðangurinn

Forsíða kápu bókarinnar

Jólakötturinn er alltaf í vondu skapi. Einn daginn ákveður Stúfur að hjálpa honum að finna gleðina og góða skapið sem gerir lífið svo miklu skemmtilegra. En þegar þeir félagar finna lítið lamb í hættu breytist dagurinn í svakalegan björgunarleiðangur!

Í Ljósaseríunni eru myndskreyttar barnabækur með fjölbreyttum efnistökum. Sögurnar eru eftir íslenska höfunda og túlkaðar af ólíkum myndskreytum. Bækurnar eru misþungar en hafa allar þægilegt letur og rúmt línubil.