Stúlka, kona, annað

Margradda nútímasaga sem hlaut Booker-verðlaunin 2019 og var útnefnd skáldsaga ársins á British Book Awards. Hér segir frá lífi og veruleika tólf ólíkra persóna sem tengjast á einhvern hátt. Í gegnum sögur af baráttu, rasisma, femínisma, kynvitund, elskendum, pólitík, velgengni og vandamálum kynnist lesandinn fortíð og umhverfi persónanna.