Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Stúlka, kona, annað

Margradda nútímasaga sem hlaut Booker-verðlaunin 2019 og var útnefnd skáldsaga ársins á British Book Awards. Hér segir frá lífi og veruleika tólf ólíkra persóna sem tengjast á einhvern hátt. Í gegnum sögur af baráttu, rasisma, femínisma, kynvitund, elskendum, pólitík, velgengni og vandamálum kynnist lesandinn fortíð og umhverfi persónanna.