Höfundur: Helga Soffía Einarsdóttir

Jól í Litlu bókabúðinni

Þegar Carmen stendur uppi atvinnulaus og blönk í litla heimabænum í Skotlandi þar sem tækifærin eru af skornum skammti hringir móðir hennar í lögfræðinginn elstu dóttur sína. Þótt systurnar hafi aldrei átt skap saman býður Sofia Carmen herbergi hjá sér gegn því að hún aðstoði skjólstæðing hennar við að koma lúinni fornbókaverslun á réttan kjöl.

Sannleiksverkið

Julian Jessop, ríflega sjötugur og sérvitur listamaður heldur því fram að fæstir séu heiðarlegir hverjir við aðra. En hvernig væri ef fólk væri það? Frumleg og áhrifamikil saga með litríkum persónum.Fyrir hana hlaut Clare Pooley RNA-verðlaunin fyrir bestu frumraun í skáldsagnagerð. Bókin varð auk þess metsölubók og hefur komið út í 30 löndum.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Jól á eyjahótelinu Jenny Colgan Angústúra Jólin nálgast og Flora hefur í nógu að snúast þótt hún sé í fæðingarorlofi. Hún hefur áhyggjur af Fintan bróður sínum sem á erfitt með að finna lífsgleðina eftir að hafa misst eiginmann sinn, Colton. Þau systkinin ætla að standsetja hótelið sem Finton erfði eftir Colton og stefna á að opna fyrir jólin.
Stúlka, kona, annað Bernardine Evaristo Forlagið - Mál og menning Margradda nútímasaga sem hlaut Booker-verðlaunin 2019 og var útnefnd skáldsaga ársins á British Book Awards. Hér segir frá lífi og veruleika tólf ólíkra persóna sem tengjast á einhvern hátt. Í gegnum sögur af baráttu, rasisma, femínisma, kynvitund, elskendum, pólitík, velgengni og vandamálum kynnist lesandinn fortíð og umhverfi persónanna.