Höfundur: Helga Soffía Einarsdóttir

Paradís

Yusuf er barn að aldri þegar auðugur kaupmaður af ströndinni tekur hann upp í skuldir foreldra hans. Hættuleg fegurð drengsins verður til þess að hann fylgir kaupmanninum í leiðangur inn í Tansaníu þar sem Yusuf kynnist töfrum fjallanna, víðáttu vatnanna, framandi siðum og hversu óvægið lífið getur verið. Merkilegt verk eftir Nóbelsverðlaunahafa.

Sólarupprás við sjóinn

Þegar örlögin feykja örmagna Marisu á afskekkta eyju úti fyrir ströndum Cornwall vonast hún til að fá að jafna sig í friði. Fyrr en varir er hún farin að hjálpa til í vitanum hjá Polly og Huckle og leggja á ráðin um að blása nýju lífi í Litla bakaríið. Getur verið að hún hafi frekar þörf fyrir nánd en næði? Ljúflestur eftir skoska metsöluhöfundinn.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
500 mílur frá mér til þín Jenny Colgan Angústúra Alyssa Westcott kallar ekki allt ömmu sína, enda hefur hún unnið lengi sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku í London. Þegar hún verður vitni að hræðilegu banaslysi, sem hún nær ekki að henda reiður á, hrynur tilvera hennar.
Ísland pólerað Ewa Marcinek Forlagið - JPV útgáfa Ísland pólerað er safn örsagna og ljóða eftir Ewu Marcinek, pólskan rithöfund sem búsett er í Reykjavík. Með húmor og kaldhæðni að vopni lýsir hún raunveruleika ungrar konu sem flytur til Íslands til þess að hefja nýtt líf á nýju tungumáli. Bókin hefur þegar hlotið frábærar viðtökur þar sem nýrri rödd í íslenskum bókmenntum er fagnað.
Jól á eyjahótelinu Jenny Colgan Angústúra Jólin nálgast og Flora hefur í nógu að snúast þótt hún sé í fæðingarorlofi. Hún hefur áhyggjur af Fintan bróður sínum sem á erfitt með að finna lífsgleðina eftir að hafa misst eiginmann sinn, Colton. Þau systkinin ætla að standsetja hótelið sem Finton erfði eftir Colton og stefna á að opna fyrir jólin.
Jól í Litlu bókabúðinni Jenny Colgan Angústúra Þegar Carmen stendur uppi atvinnulaus og blönk í litla heimabænum í Skotlandi þar sem tækifærin eru af skornum skammti hringir móðir hennar í lögfræðinginn elstu dóttur sína. Þótt systurnar hafi aldrei átt skap saman býður Sofia Carmen herbergi hjá sér gegn því að hún aðstoði skjólstæðing hennar við að koma lúinni fornbókaverslun á réttan kjöl.
Sannleiksverkið Clare Pooley Bjartur Julian Jessop, ríflega sjötugur og sérvitur listamaður heldur því fram að fæstir séu heiðarlegir hverjir við aðra. En hvernig væri ef fólk væri það? Frumleg og áhrifamikil saga með litríkum persónum.Fyrir hana hlaut Clare Pooley RNA-verðlaunin fyrir bestu frumraun í skáldsagnagerð. Bókin varð auk þess metsölubók og hefur komið út í 30 löndum.
Smámunir sem þessir Clarie Keegan Bjartur Árið er 1985 í litlu þorpi á Írlandi. Jólin nálgast og þar með mesti annatími Bills Furlong, kolakaupmanns og fjölskyldu hans. Snemma morguns, þegar Bill er að afhenda kol í klaustrið við bæinn, gerir hann uppgötvun. "Bók sem allir verða að lesa."Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljan
Sólarupprás við sjóinn Jenny Colgan Angústúra Þegar örlögin feykja örmagna Marisu á afskekkta eyju úti fyrir ströndum Cornwall vonast hún til að fá að jafna sig í friði. Fyrr en varir er hún farin að hjálpa til í vitanum hjá Polly og Huckle og leggja á ráðin um að blása nýju lífi í Litla bakaríið. Getur verið að hún hafi frekar þörf fyrir nánd en næði? Ljúflestur eftir skoska metsöluhöfundinn.
Stúlka, kona, annað Bernardine Evaristo Forlagið - Mál og menning Margradda nútímasaga sem hlaut Booker-verðlaunin 2019 og var útnefnd skáldsaga ársins á British Book Awards. Hér segir frá lífi og veruleika tólf ólíkra persóna sem tengjast á einhvern hátt. Í gegnum sögur af baráttu, rasisma, femínisma, kynvitund, elskendum, pólitík, velgengni og vandamálum kynnist lesandinn fortíð og umhverfi persónanna.