Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Sykur

  • Höfundur Katrín Júlíusdóttir
Forsíða bókarinnar

Þegar virtur embættismaður finnst myrtur stendur lögreglan ráðþrota. Það er ekki fyrr en hin unga lögreglukona Sigurdís finnur falið öryggishólf í íbúð hans að rannsókn málsins tekur óvænta stefnu. Sigurdís þarf einnig að takast á við erfiðleika sem eiga sér rætur í brotinni æsku hennar.

Þegar virtur og dáður embættismaður finnst myrtur stendur lögreglan ráðþrota. Það er ekki fyrr en hin unga lögreglukona Sigurdís finnur falið öryggishólf í íbúð hans að vísbendingar hrannast upp. Rannsókn málsins tekur óvænta stefnu og samhliða því að vinna að lausn morðgátunnar þarf Sigurdís að takast á við erfiðleika sem eiga sér rætur í brotinni æsku hennar.

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sýnir hér á sér óvænta hlið. Hún hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir þessa mögnuðu sögu sem rígheldur lesandanum allt til óvæntra endalokanna.

„Fléttan er ákaflega vel unnin og samhliða henni er sögð átakanleg fjölskyldusaga. Persóna ódæðismannsins er afar haganlega samansett og sumstaðar má sjá að höfundurinn hefur góða innsýn í baksvið íslenskrar stjórnsýslu.“

Úr umsögn dómnefndar