Syng, mín sál

40 söngvar úr íslenskum handritum fyrri alda

Forsíða kápu bókarinnar

Ómissandi bók fyrir allt áhugafólk um íslenska tónlistarmenningu. Lögin sem hér eru loks gerð aðgengileg eru af marg­víslegum toga en eiga það sameiginlegt að hafa fyrir óralöngu lífgað upp á til­ veruna í hrjóstrugu landi á hjara veraldar.

Íslensk handrit frá fyrri öldum hafa að geyma hundruð sönglaga en fæst þeirra hafa

verið aðgengileg flytjendum og áhugafólki um tónlist. Nú hefur Árni Heimir Ingólfs­ son

safnað saman 40 lögum úr þessum handritum. Þau eru af marg­víslegum toga en eiga

það sameiginlegt að hafa fyrir óralöngu lífgað upp á til­ veruna í hrjóstrugu landi á hjara

veraldar.

Elstu lögin eru frá fimmtándu öld en þau yngstu frá þeirri átjándu og gefa þau góða

mynd af tónlistarlífi á Íslandi í ríflega þrjár aldir. Í bókinni er einnig að finna greinargóðar

skýringar á uppruna laganna og sögulegu samhengi þeirra.

Árni Heimir Ingólfsson er mikilvirkur fræðimaður á sviði íslenskrar tónlistarsögu.

Hann hefur í þrígang verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir

bækur sínar, nú síðast Tónar útlaganna.

Syng, mín sál er ómissandi bók fyrir allt áhugafólk um íslenska tónlistarmenningu.