Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Syngdu jólalög með Láru og Ljónsa

Öll fjölskyldan kemst í jólaskap! Skemmtileg bók með tónspilara sem inniheldur uppáhaldsjólalög Láru og Ljónsa, sungin af Birgittu Haukdal. Krakkar geta bæði hlustað á lögin með söng Birgittu og spreytt sig á að syngja þau sjálf með undirspili. Bókin er skreytt litríkum og fallegum myndum sem gaman er að skoða.