Tál
Héraðsdómari í Reykjavík er handtekinn fyrir morð á konu sem sinnir fylgdarþjónustu. Eiginkona hans snýr sér til Konráðs, fyrrverandi lögreglumanns, og fyrr en varir heldur hann inn í langa nótt að leita sannleikans. Viðburðarík hörkusaga um lygar og spillingu, undirferli og svik, nöturlega glæpi og skeytingarleysi gagnvart þeim sem minna mega sín.