Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Tarotspil norrænna goðsagna

Forsíða kápu bókarinnar

Leitið svara um fortíð, nútíð og framtíð og öðlist dýpri skilning á ykkur sjálfum með aðstoð tarotspila norrænna goðsagna. Spil og bók með ítarlegum skýringum, fróðleik og tarotlögnum.

Höfundur spilanna, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, hefur endurhugsað tarotspilin út frá sjónarhorni norrænnar goðafræði. Tarotspil norrænna goðsagna byggja á eddukvæðum og Snorra-Eddu en fylgja forskrift hefðbundinna Rider-Waite-Smith tarotspila.

Að auki fylgir viðbótarspil sem er einstakt fyrir þennan stokk.