Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Þagnarmúr

  • Höfundur Arnaldur Indriðason
Forsíða bókarinnar

Í kjallara í Reykjavík finnast hrottaleg leyndarmál múruð í vegg. Konráð er hættur í lögreglunni en stöðugt með hugann við illvirki fortíðar og ákafi hans vekur spurningar: Hvers vegna sagði hann ósatt um atburði dagsins þegar faðir hans var myrtur? Hverju hefur hann þagað yfir öll þessi ár? Átakanleg saga um ofbeldi, varnarleysi og þungbæra þögn.