Þakklæti
Dagbók sem leiðir þig í átt að aukinni hamingju
Rannsóknir sýna að þakklætisskrif geta aukið hamingju um allt að 25%. Þakklætisdagbókin byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og býður þér einfalt en öflugt verkfæri til að efla jákvætt hugarfar, sjá fegurðina í litlu hlutunum og upplifa meiri gleði og innri ró. Falleg og áhrifarík gjöf – til þín eða einhvers sem þér þykir vænt um.
Þakklæti er ein jákvæðasta tilfinning sem við getum upplifað. Þegar þú skrifar reglulega niður það sem þú ert þakklát(ur) fyrir, beinir þú athyglinni að því góða sem þegar er til staðar í lífi þínu. Smám saman fer heilinn að taka betur eftir öllu því fallega og jákvæða – hann lærir að sjá gnægð í stað skorts. Þannig eflir þú hamingju, ró og vellíðan – og byrjar að laða meira af því góða inn í líf þitt. Þakklætisdagbókin er sköpuð til að styðja þig í þeirri vegferð.
Uppbygging bókarinnar:
-Inngangskafli með fræðslu um þakklæti og þakklætisskrif.
-100 dagbókarfærslur sem styðja við reglulegan vana og hjálpa þér að viðhalda iðkuninni.
-Regluleg hamingjuspurning sem styrkir tengsl við eigin líðan.
-Aukaæfingar í þakklæti sem dýpka upplifunina og halda iðkuninni lifandi.
-Venjulisti og hugmyndir að þakklætisiðkun aftast í bókinni sem styðja þig við að skapa þinn eigin vana og veita innblástur.
Þakklætisdagbókin er lykillinn að því að sjá gjafir lífsins og byggja upp daglega þakklætisiðkun. Kíktu á www.tofrakistan.is til að vita meira.
Ég fann strax áhrifin af þakklætisiðkuninni
„Ég fann strax áhrifin af þakklætisiðkuninni. Ég varð jákvæðari, glaðari og fann hvernig ég sá alla litlu góðu hlutina. Líka á dögum sem ekki alltaf voru bjartir. Bókin er einföld í uppsetningu og inniheldur góðan fróðleik byggðan á vísindalegum rannsóknum. Ég hef nú fyllt margar bækur og prófað aðrar þakklætisdagbækur á öðrum tungumálum en fer alltaf aftur í elsku íslensku þakklætisdagbókina. “
Fjóla Jónsdóttir, fæðingarlækni
Tilvitnun úr Þakklætisdagbókinni
„Það er ekki hamingjan sem gerir okkur þakklát. Það er þakklætið sem gerir okkur hamingjusöm. “
Robert Steindl. Rast.
Brot úr Þakklætisdagbókinni
Ein besta leiðin til að innleiða þakklæti í líf sitt er að skapa litlar, daglegar venjur sem endurteknar verða smám saman að sjálfkrafa hluta af meðvitund okkar. Rannsóknir hafa sýnt að æfingar á borð við þakklætisskrif skila raunverulegum árangri. Samt er gott að hafa í huga að venjur eru flókið fyrirbæri – í raun er talið að um 88% af öllum daglegum athöfnum okkar séu knúnar áfram af vana.
Það er hægt að þjálfa sig í þakklæti eins og öllu öðru – og þannig verða við sjálf hugarsmiðir í eigin lífi.
Erla Súsanna Þórisdóttir höfundur
Þakklætisdagbókin er svo öflug
„Þakklætisdagbókin er svo öflug. Ég gaf öllum hana í jólagjöf. Það eru allir búnir að koma til mín og dásama bókina. Þakklætisdagbókin er búin að gera svo mikið fyrir mömmu. Ég er svo þakklát fyrir þessa fallegu bók. “
Dagný Gísladóttir, eigandi RVK Rituals
Tilvitnun úr Þakklætisdagbókinni
„Því þakklátari sem ég varð, því meiri gnægð upplifði ég.
Oprah Winfrey
Það sem þú veitir athygli vex og dafnar.
Þegar þú beinir athygli þinni að því góða í lífinu, skapar þú meiri velsæld.
“