Þakklæti

Dagbók sem leiðir þig í átt að aukinni hamingju

Forsíða bókarinnar

Þakklætisdagbókin aðstoðar þig að beina athygli að því góða sem nú þegar er í lífi þínu með því að skrifa niður hvað þú getur þakkað fyrir. Þakklætisiðkun eykur hamingju og kallar meira inn í líf okkar til að vera þakklát fyrir.

Þakklætisdagbókin er byggð á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði. Það sem einkennir hamingjusamt fólk er m.a að það iðkar þakklæti og þakklæti hefur sterkara forspárgildi en nokkur önnur dygð varðandi huglæga hamingju og heilsu. Ein rannsókn sýndi 25% aukningu í hamingju hjá þeim sem skrifuðu í þakklætisdagbók nokkrum sinnum í viku.

Þakklætisdagbókin býður þér daglega að veita líðan þinni athygli og getum við þá frekar valið okkur viðbragð sem er okkur hjálplegt. Í bókinni velur þú einnig að veita sjálfsumhyggju athygli með því að skipuleggja það hvernig þú ætlar að hlúa að þér. Þér býðst einnig að skrifa niður eina eða fleiri jákvæðar staðhæfingar sem geta verið daglegur leiðarvísir þinn til að muna eftir því að leggja rækt við það sem gengur vel í lífinu.

Þú getur valið að skrifa daglega eða nokkrum sinnum í viku og bókin aðstoðar þig að setja þakklætisskrifin í vana. Ef þú vilt auka hamingjuna í lífi þínu þá er það fyrst og fremst spurning um að velja að gera það og þakklætisiðkun er frábært verkfæri til hamingjusköpunar.

Þú ert að gefa þér dýrmæta gjöf með kaupum á þakklætisdagbókinni. Lífið er dýrmætt og þakklætisiðkun aðstoðar þig að koma auga á allar gjafir lífsins sem eru til staðar nú þegar.

Kíktu á heimasíðuna www.tofrakistan.is til að vita meira