Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Þegar ég verð stór

  • Höfundur Lára Garðarsdóttir
  • Myndir Lára Garðarsdóttir
Forsíða bókarinnar

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Möguleikarnir eru óteljandi eins og Snær og kisan hans vita. Þau leggja af stað saman í ævintýralegt ferðalag og fljúga um himinhvolfin, binda bófa, heimsækja hallir og hitta meira að segja sjóræningja. Ímyndunaraflið færir þau heimsendanna á milli í leit að svarinu við spurningunni sem börn fá svo oft en er erfitt að svara.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Möguleikarnir eru óteljandi eins og Snær og kisan hans vita. Þau leggja af stað saman í ævintýralegt ferðalag og fljúga um himinhvolfin, binda bófa, heimsækja hallir og hitta meira að segja sjóræningja. Ímyndunaraflið færir þau heimsendanna á milli í leit að svarinu við spurningunni sem börn fá svo oft en er erfitt að svara.

Lára Garðarsdóttir er verðlaunaður rit- og myndhöfundur sem hefur einstakt lag á að fanga hugarheim barna og vekja athygli á fegurð hans.