Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Þjóðbúningur verður til

Forsíða kápu bókarinnar

Íslenski þjóðbúningurinn er sprottinn úr þjóðlegum og alþjóðlegum farvegi í senn. Saga hans veitir innsýn í íslenska menningu. Brúðarbúningur með ríkulegu kvensilfri og háum faldi á höfði var glæstasta gerð búningsins. Horfið er á vit fortíðarinnar, m.a. til sumarsins 1809 þegar dýrmætasti faldbúningurinn, sem varðveist hefur, var í sviðsljósinu.

Í þessu riti er sagan um það hvernig þjóðbúningurinn mótast og verður til rakin fram undir miðja nítjándu öld. Sagt er frá handiðju kvenna og dregnar fram heimildir um búninga, innlendar og erlendar.