Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Því dæmist rétt vera

  • Höfundur Einar Már Guðmundsson
Forsíða bókarinnar

Í Tangavík ríða húsum hættulegar hugmyndir um réttlæti og jöfnuð en yfirvöldum er í mun að bæla niður alla uppreisn. Safarík saga um glæp og refsingu í litlu sjávarþorpi á 19. öld – þorpi sem þó kann að vera nafli heimsins. Þræðir spinnast til allra átta og sagnfræði og skáldskapur togast á um satt og logið, rétt og rangt í litríkum vef Einars Más.