Tíminn á leiðinni

Í nýrri ljóðabók höfuðskáldsins Steinunnar Sigurðardóttur er tíminn meginstefið; kynslóðirnar, árstíðirnar, upphaf og endalok – horft er bæði inn á við og út í heiminn, á náttúruna, lífið sjálft. Ljóðmálið er í senn leikandi létt og hnitmiðað, myndir dregnar skýrum og oft óvæntum dráttum, ærsl og alvara vegast á.