Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Tíminn og trúin

Kirkjuárið og textaraðirnar

  • Höfundur Sigurjón Árni Eyjólfsson
Forsíða bókarinnar

Sömu ritningartextar eru lesnir upp í kristnum guðsþjónustum um heim allan árið um kring og lagt út af þeim í prédikun, söng og bæn. Segja má að þessir textar birti tiltölulega skýra mynd af kristnum hugmyndaheimi. En hvernig byrjaði þetta allt saman? Hvers vegna urðu textaraðirnar kjölfesta kirkjuársins og hver eru innbyrðis tengsl þeirra?

Sigurjón Árni Eyjólfsson hefur skrifað fjölda rita og greina á sviði guðfræðirannsókna undanfarin 30 ár, nú síðast bókina Augljóst en hulið: Að skilja táknheim kirkjubygginga, sem kom út árið 2020 og vakti verðskuldaða athygli.

Hér rannsakar hann kirkjuárið og textaraðirnar og gerir jafnframt tilraun til að ritskýra guðsþjónustu íslensku þjóðkirkjunnar.

Í viðauka er grafísk mynd af kirkjuárinu og „árstíðum“ þess. Jafnframt er þar listi yfir 1. textaröðina í íslensku kirkjunni frá árinu 1869 til 2002 þar sem sjá má breytingar sem orðið hafa á henni í 150 ár.

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, ritar aðfaraorð.