Útgefandi: Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið

Gott ráð, Engilráð!

Hvað er sterkara en vöðvar og ofurkraftar allra ofurhetjanna í heiminum samanlagt? Hvernig í veröldinni er hægt að virkja slíkan kraft? Og geta venjuleg börn fengið hann? Dag nokkurn fengu nokkur börn óvenjulegar gjafir í skóinn. Gjafirnar áttu eftir að breyta lífi þeirra. Hér er á ferðinni falleg jólasaga um vináttu og kærleika.

Hundrað og þrjú ráð

Gagnlegar ráðleggingar úr Biblíunni til að lifa góðu lífi

Lífsviska og hollráð í frásögum Biblíunnar og orðum Jesú eru sett fram með orðum hversdagsins í 103 köflum og hugleitt hvernig þau geta nýst nútímafólki. Ráð eins og „Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru því að þar eru uppsprettur lífsins“ (úr Orðskviðunum) og „Sólin má ekki setjast yfir reiði ykkar“ (úr Efesusbréfinu).

Kyrrðarlyklar

Kyrrðarlyklar eru 86 spjöld sem veita stuðning við ástundun tveggja bænaaðferða sem eiga rætur í hugleiðsluhefð kristinnar trúar. Þær eru Kyrrðarbæn sem fer fram í þögn og Lectio Divina þar sem beðið er með ritningarvers að leiðarljósi. Regluleg ástundun hefur umbreytandi áhrif sem felur meðal annars í sér meiri sjálfsþekkingu og innri frið.