Niðurstöður

  • Skálholtsútgáfan - Kirkjuhúsið

Börn og sorg

Hvernig má leiða börn og unglinga til fundar við þá staðreynd lífsins sem dauðinn er á eðlilegan og nærfærinn hátt? Börn og sorg kom fyrst út árið 1998 og öðlaðist miklar vinsældir. Hún er ætluð þeim sem annast börn og unglinga, hvort sem er á heimili eða í skóla.

Orð í gleði

Þessi vinsæla bók kemur loks í nýrri útgáfu. Hún er mörgum hjartfólgið veganesti út í amstur dagsins. Hún flytur jafnt glettin orð og alvörufull sem ylja og kæta. Örsögur og íhuganir, myndbrot, ljóð og spekiorð, bænir sem styrkja og næra.

Salt og hunang

Orð úr Biblíunni til íhugunar fyrir hvern dag ársins

Hér er fjallað um viðfangsefni daglegs lífs, eins og kvíða, reiði, samskipti, tilgang, gleði, þakklæti, trú og efa, kærleika og ást. Orðin eru ýmist sölt eða sæt og skilja eftir mismunandi eftirkeim hjá lesandanum. 2. prentun þessarar vinsælu bókar.

Stafróf ástarinnar

Það er alltaf dálítið kraftaverk þegar eitt hjarta fyllist ástúð í garð annars. Líttu á það sem lán að fá að elska og njóta ástar. Þessi bók er skrifuð handa þeim sem vilja leggja rækt við kærleikann og hlúa að ástinni í lífi sínu.

Stafróf hugrekkisins

Óttinn er mikilvægt varnarkerfi sem varar okkur við hættum og hjálpar okkur að bregðast við. Ótti sem varir stöðugt og nagar okkur að innan er hins vegar annars eðlis. Þessi bók er skrifuð sem hvatning og leiðsögn handa þeim sem vilja sigrast á óttanum með hugrekkið að vopni.