Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Trúnaður

  • Höfundur Rebekka Sif Stefánsdóttir
  • Lesari Orri Huginn Ágústsson, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, Þórey Birgisdóttir, Birna Pétursdóttir og Katla Njálsdóttir
Forsíða bókarinnar

Það er komið að saumaklúbbi og vinkonurnar fimm sem hafa þekkst síðan í menntaskóla hafa allar ólíkar væntingar til kvöldsins. Í aðdraganda saumaklúbbsins fylgjumst við með þeim undirbúa sig og setja á sig grímuna fyrir kvöldið. Draugar fortíðar banka upp á og uppgjörið framundan er óumflýjanlegt. Vinkonuhópurinn verður aldrei samur.

Trúnaður er spennandi skáldsaga með sálfræðilegu ívafi eftir Rebekku Sif Stefánsdóttur. Rebekka sendi nýlega frá sér skáldsöguna Flot og hefur gefið út ljóðabókina Jarðveg. Auk þess að sinna ritstörfum starfar Rebekka Sif sem söngkona. Hún lauk BA-gráðu í almennri bókmenntafræði og MA-gráðu í ritlist við Háskóla Íslands. Trúnaður birtist hér í frábærum lestri sex lesara sem glæða söguna lífi.