Tryllingur
Tryllingur er fyrsta bókin í þríleiknum um Marínu, fertuga konu í andlegu sjálfsuppgötvunarferðalagi. Á kaffihúsinu Draumi í Hólavallagarði leitar hún að sjálfri sér, speglar sig í vinkonum sínum, skenkir galdraseyði, leggur tarotspil, og veltir fyrir sér ástinni. Sagan er byggð á endurminningum úr dagbókum höfundar.
Tryllingur er fyrsta bókin í þríleiknum um Marínu, fertuga konu í andlegu sjálfsuppgötvunarferðalagi. Á kaffihúsinu Draumi í Hólavallagarði leitar hún að sjálfri sér, speglar sig í vinkonu sínum, skenkir galdraseyði, leggur tarotspil, og veltir fyrir sér fortíð og framtíð. Í gegnum dagbókarfærslur skoðar hún tilfinningar sínar og glímir við kröfur samfélagsins um hvað það sé að vera kona, móðir og kynvera. Með húmor, dramatík og áhuga á kukli, reynir hún að finna jafnvægi milli drauma sinna, tilfinninga, og raunveruleikans. Tryllingur dregur lesandann djúpt inn í hugarheim konu sem vill skilja sjálfa sig og veit að lífið gæti verið stærra og meira. Sagan er byggð á endurminningum úr dagbókum höfundar.