Úti

Óveðursnótt í nóvember.
Fjórir vinir leita skjóls í litlum veiðikofa uppi á heiði.Margt er þó hættulegra en stórhríð um vetur. Og ekki munu allir komast lífs af.

Ragnar Jónasson er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur samtímans. Árið 2020 átti hann í einni og sömu vikunni þrjár bækur á þýska bóksölulistanum sem er nánast óþekkt.
Verk hans hafa selst í milljónum eintaka um allan heim.
Hér sýnir Ragnar á sér nýja hlið í sannkölluðum sálfræðitrylli sem heldur lesandanum á tánum allt til enda.