Höfundur: Ragnar Jónasson
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
---|---|---|---|
Reykjavík | Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir | Veröld | Í ágúst 1956 hverfur ung stúlka, Lára Marteinsdóttir, úr vist í Viðey og eftir það spyrst ekkert til hennar. Áratugum saman hvílir mál Láru þungt á íslensku þjóðinni og engin skýring kemur fram á hvarfi hennar. Í ágúst 1986 fer ungur blaðamaður að grafast fyrir um þetta dularfulla mannshvarf – með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. |
Úti | Ragnar Jónasson | Veröld | Óveðursnótt í nóvember. Fjórir vinir leita skjóls í litlum veiðikofa uppi á heiði. Margt er þó hættulegra en stórhríð um vetur. Og ekki munu allir komast lífs af. Hér sýnir Ragnar á sér nýja hlið í sannkölluðum sálfræðitrylli sem heldur lesandanum á tánum allt til enda. |
Úti | Ragnar Jónasson | Veröld | Kiljuútgáfa af þessari vinsælu bók. Óveðursnótt í nóvember. Fjórir vinir leita skjóls í litlum veiðikofa uppi á heiði. Margt er þó hættulegra en stórhríð um vetur. Og ekki munu allir komast lífs af. |
Vetrarmein | Ragnar Jónasson | Veröld | Aðfaranótt skírdags finnst lík af ungri konu á gangstétt fyrir framan þriggja hæða hús á Siglufirði. Skömmu síðar skrifar íbúi á hjúkrunarheimili í bænum með æpandi rauðum lit á vegginn í herberginu sínu: Hún var drepin. Ari Þór Arason þarf að glíma við undarlegt og óhugnanlegt mál. |