Emilía
Ung kona, Emilía, flytur með foreldrum sínum og ömmu inn í timburhús í miðbæ Reykjavíkur. Ekki líður á löngu þar til hún uppgötvar að þau eru ekki ein á nýja heimilinu. Ragnar Jónasson sem er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur heims sýnir hér á sér óvænta hlið í snarpri draugasögu.