Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Valskan

  • Höfundur Nanna Rögnvaldardóttir
Forsíða bókarinnar

Prestsdóttirin Valka á sér ýmsa drauma en náttúran grípur í taumana – bæði sú sem sýnir mátt sinn með veðurofsa og harðindum en líka sú sem býr innra með henni og kveikir ástríðu og losta. Frásögnina byggir höfundur á lífi formóður sinnar og fléttar saman heimildum og skáldskap svo úr verður grípandi saga um harða lífsbaráttu, þrautseigju og ástir.