Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Versta vika sögunnar

Mánudagur

  • Höfundar Eva Morales og Matt Cosgrove
  • Þýðandi Ásmundur Helgason
Forsíða kápu bókarinnar

Hefur ÞÚ einhvern tíma átt slæma viku? Það hefur Jón Jónsson átt, og þetta er sú vika! Mamma hans var að giftast vampíru. Pabbi hans keyrir um á risastóru klósetti. Kettinum hans hefur verið rænt, líklega af geimverum.

Á fyrsta deginum í nýjum skóla leggur ömurlegt kvikindi hann í einelti. Núna hangir hann fram af tíu metra háu dýfingabretti fyrir framan allan bekkinn, í engu nema heklaðri sundskýlu sem er að rakna upp! 

Og það er bara ... mánudagur!