Villinorn 6

Afturkoman

Bestla Blóðkind er snúin aftur til lífsins og ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að halda lífi, þótt hún þurfi að éta hverja einustu veru á jörðinni til þess. Klara og nornahringurinn hennar eru þau einu sem geta stoppað blóðkindina en það krefst fórnar. Sjötta og síðasta bókin í danska bókaflokknum Villinorn þar sem segir frá Klöru og baráttu hennar við ill öfl í villtri náttúrunni.