Höfundur: Jón St. Kristjánsson

Uppskrift að klikkun

Hjartasósa, hafgúuheilar og gvakamóri við leiðindum

Lúsí er 13 ára. Henni leiðist nýi kærasti mömmu sinnar og dreymir um að flytja til Berlínar. Lúsí finnst hún detta í lukkupottinn þegar hún sér auglýst eftir manneskju til að viðra hund hinum megin í bænum en kemst þó fljótt að því að það er enginn hundur heldur skrítinn gamall maður í leit að ritara fyrir dularfulla uppskriftabók.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Augu Rigels Roy Jacobsen Forlagið - Mál og menning Áhrifamikil saga um sterka konu, framhald bókanna Hin ósýnilegu og Hvítt haf. Lífið er fallið í fastar skorður eftir stríðið en Ingrid á einhverju ólokið og hún leggur af stað í langferð með tíu mánaða dóttur í leit að ástmanni sínum. Hún rekur slóð hans en hefur stöðugt á tilfinningunni að hún fái ekki að heyra allan sannleikann.
Glæstar vonir Charles Dickens Forlagið - Mál og menning Glæstar vonir er tímalaust stórvirki, oft talin besta saga Dickens. Pipp langar að komast ofar í þjóðfélagsstigann – ekki síst eftir að hann kynnist hinni fögru en drambsömu Estellu. Einn daginn lítur út fyrir að vonir hans muni rætast – en ekki er allt sem sýnist. Dickens dregur hér upp litríkar og raunsannar persónur og glæðir þær lífi.
Seiðmenn 4 Að eilífu, aldrei Cressida Cowell Angústúra Ósk og Xar hafa fundið hráefnin fyrir nornaförgunargaldurinn og nú kallar nornakóngurinn þau til sín að Tjörn hinna týndu. En fyrst verða þau að blanda seyðið …
Villinorn 6 Afturkoman Lene Kaaberbøl Angústúra Bestla Blóðkind er snúin aftur til lífsins og ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að halda lífi, þótt hún þurfi að éta hverja einustu veru á jörðinni til þess. Klara og nornahringurinn hennar eru þau einu sem geta stoppað blóðkindina en það krefst fórnar.