Höfundur: Guðrún B. Þórsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Heiðarprjón Lene Holme Samsøe Forlagið - Vaka-Helgafell Heiðarprjón inniheldur 25 uppskriftir að sígildum og fallegum flíkum fyrir konur. Þetta eru hnepptar og heilar peysur í fjölbreyttum stærðum en að auki kjóll, pils, vesti og smærri prjónaverkefni. Einnig er að finna í bókinni hagnýtar upplýsingar um ýmislegt sem viðkemur prjónaskap, eins og kaðla, fléttur, úrtökur og margt fleira.
Ljúflingar – prjónað fyrir útivistina Hanne Andreassen Hjelmås og Torunn Steinsland Forlagið - Vaka-Helgafell Yfir 40 prjónauppskriftir að fallegum og sígildum flíkum á alla fjölskylduna. Fjölbreyttar uppskriftir að útivistarfatnaði fyrir allar árstíðir, hvort sem leiðin liggur upp til fjalla, í siglingu, á skíði eða ströndina.
Prjónað á börnin – af enn meiri ást Lene Holme Samsøe Forlagið - Vaka-Helgafell Í bókinni eru yfir 50 uppskriftir að fallegum og sígildum fötum á börn frá fæðingu og upp í tólf ára. Miðað er við að vanir jafnt sem óvanir prjónarar geti fylgt uppskriftunum enda er hér mikið úrval. Lene Holme Samsøe er þekktur danskur prjónahönnuður sem hefur notið mikilla vinsælda fyrir prjónabækur sínar hér á landi sem annars staðar.
Prjónastund Lene Holme Samsøe Forlagið - Vaka-Helgafell Í Prjónastund eru uppskriftir að 32 flíkum; hnepptum og heilum kvenpeysum, sjölum, sokkum og vettlingum. Hér eru bæði einfaldar og fljótprjónaðar peysur en líka flóknari flíkur fyrir vana prjónara.
Prjónasögur 34 rómantískar uppskriftir Helene Arnesen Forlagið - Vaka-Helgafell Kvenlegri og rómantískri hönnun er gert hátt undir höfði í þessari fallegu bók. Uppskriftirnar eru 34 talsins, flestar að peysum, hnepptum og heilum, og eru þær í fjölmörgum stærðum. Ýmiss konar smáatriði eins og blúndur og fínlegir kragar lífga upp á flíkurnar þótt þær séu bæði hentugar og nútímalegar.