Höfundur: Ásdís Sigurgestsdóttir

Prjónað á börnin – af enn meiri ást

Í bókinni eru yfir 50 uppskriftir að fallegum og sígildum fötum á börn frá fæðingu og upp í tólf ára. Miðað er við að vanir jafnt sem óvanir prjónarar geti fylgt uppskriftunum enda er hér mikið úrval. Lene Holme Samsøe er þekktur danskur prjónahönnuður sem hefur notið mikilla vinsælda fyrir prjónabækur sínar hér á landi sem annars staðar.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Ljúflingar – prjónað fyrir útivistina Hanne Andreassen Hjelmås og Torunn Steinsland Forlagið - Vaka-Helgafell Yfir 40 prjónauppskriftir að fallegum og sígildum flíkum á alla fjölskylduna. Fjölbreyttar uppskriftir að útivistarfatnaði fyrir allar árstíðir, hvort sem leiðin liggur upp til fjalla, í siglingu, á skíði eða ströndina.
Prjónastund Lene Holme Samsøe Forlagið - Vaka-Helgafell Í Prjónastund eru uppskriftir að 32 flíkum; hnepptum og heilum kvenpeysum, sjölum, sokkum og vettlingum. Hér eru bæði einfaldar og fljótprjónaðar peysur en líka flóknari flíkur fyrir vana prjónara.