Höfundur: Addi nabblakusk

Ekki fá þér hamstur

Hræðilega skemmtileg saga fyrir krakka á öllum aldri. Hamstrar eru mjög sætir! Og alls ekki hættulegir! Tja, allir nema einn. Edda er nýflutt upp í sveit þegar hún eignast sætasta hamstur heims. En hann er frekar leiðinlegur. Og heldur fyrir henni vöku á nóttunni. Svo Edda gerir nokkuð mjög slæmt. Hún skilur búrið eftir opið svo hamsturinn týnist.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Bára og bæði heimilin Sólborg Guðbrandsdóttir Sögur útgáfa Bára er fjörug, fimm ára stelpa sem á tvö svefnherbergi, tvö rúm, tvo tannbursta og heilan helling af böngsum! Hún á nefnilega ekki eitt heimili heldur tvö. – Bók sem hjálpar okkur að skilja aðeins betur hvernig það er að eiga tvær fjölskyldur. „Loksins bók fyrir vikuvikubörnin! Sönn lýsing og fyndin í bland.“ / Hallgrímur Helgason, rithöfundur.