Höfundur: Bragi Páll Sigurðarson

Kjöt

Sturlaugur var ein skærasta stjarna íslenska myndlistar­heimsins á yngri árum og stefndi á heimsfrægð þegar hann hvarf af hinu opinbera sviði. Fimmtán árum síðar snýr hann aftur með verk sem setur alla heimsbyggðina á hliðina. – Bragi Páll hristir hér hressilega upp í lesendum eins og í fyrri bókum sínum með beittum húmor og áleitnum spurningum.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Arnaldur Indriðason deyr Bragi Páll Sigurðarson Sögur útgáfa Íslenska þjóðin er í áfalli þegar ástsælasti rithöfundur hennar, Arnaldur Indriðason, finnst myrtur í kjallaraíbúð í Norðurmýrinni. Hvernig tengist hinn mislukkaði rithöfundur Uggi Óðinsson morðinu og hví fléttast strákarnir úr 70 mínútum inn í málið? Arnaldur Indriðason deyr er önnur skáldsaga Braga Páls, en sú fyrri, Austur, fé...
Lóa og Börkur Langskot í lífsháska Kjartan Atli Kjartansson og Bragi Páll Sigurðarson Sögur útgáfa Sjálfstæð og æsispennandi bók í seríunni vinsælu um vinina Lóu og Börk. Nú fara þau til Bandaríkjanna í körfuboltabúðir en fyrr en varir fer af stað mögnuð atburðarás. Það er erfitt að fóta sig í hættulegum heimi þar sem fólk leynir á sér og ýmislegt getur gerst. Bók hlaðin rafmagnaðri spennu. Þvílík troðsla frá Kjartani Atla og Braga Páli!