Höfundur: Aldís Arnardóttir

Sóley Eiríksdóttir: Gletta

Vegleg sýningarskrá sem gefin var út í tilefni samnefndrar sýningar á verkum listakonunnar Sóleyjar Eiríksdóttur (1957-1994) í Hafnarborg í ársbyrjun 2023. Bókin er einnig prýdd ljósmyndum af úrvali af verkum Sóleyjar, jafnt grafíkverkum sem þrívíðum verkum, sem hún vann í leir, steinsteypu eða brons. Allur texti bókarinnar er á íslensku og ensku.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Gunnar Örn – Retrospective Gunnar Örn Gunnarsson, Aldís Arnardóttir og Ólafur Elíasson Forlagið Gunnar Örn kom með sprengikrafti inn á svið íslenskrar myndlistar og helgaði sér þar brátt rými. Hann festi sig hvergi í straumum né stefnum en kappkostaði að skapa eigin stíl af einstöku næmi og dirfsku. Hér er haldið til haga verkum þessa fjölhæfa listamanns frá fjörutíu ára ferli hans.