Höfundur: Arndís Þórarinsdóttir

Mömmuskipti

Linda hefur alltaf verið frægari en hana langar. Mamma hennar er áhrifavaldur sem tjáir sig óspart um fjölskyldulífið á netinu og barnamynd af Lindu er þekkt um allan heim. En nú er illt í efni! Mamma Lindu keppir um pláss í nýjum raunveruleikaþætti. Ef allt fer á versta veg fá þau nýja mömmu í heilan mánuð og alþjóð mun fylgjast með!

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Bál tímans Örlagasaga Möðruvalla­bókar í sjö hundruð ár Arndís Þórarinsdóttir Forlagið - Mál og menning Ofan í læstri hvelfingu í Reykjavík eru varðveitt ómetanleg skinnhandrit sem voru skrifuð fyrir mörg hundruð árum. Eitt þeirra er Möðruvallabók. Hér segir hún sögu sína þar sem við sögu koma hetjur og skúrkar Íslandssögunnar og hvernig hún slapp aftur og aftur naumlega frá báli tímans. Bók sem öll fjölskyldan getur notið saman.
Hulduheimar Draumadalurinn / Vatnaliljutjörn Rosie Banks Forlagið - JPV útgáfa Tvö ný og töfrandi ævintýri um Evu, Sólrúnu og Jasmín og vini þeirra í Hulduheimum. Í Draumadalnum liggja allir íbúarnir andvaka af dularfullum ástæðum og í Vatnaliljutjörn leita stúlkurnar að enn einu hráefni í töfradrykkinn handa Teiti konungi. Skemmtilegar og ríkulega myndskreyttar léttlestrarbækur sem eiga marga aðdáendur.
Kollhnís Arndís Þórarinsdóttir Forlagið - Mál og menning Álfur er fimleikastrákur úr Kópavogi, frábær sonur og besti stóri bróðir í heimi. Alveg þangað til mamma og pabbi fá þá flugu í höfuðið að litli bróðir hans sé einhverfur og Álfi dettur í hug að leita uppi Hörpu frænku, fimleikahetjuna sem fór á Ólympíuleika með skammarlegum árangri og enginn í fjölskyldunni talar lengur við.