Niðurstöður

  • Arndís Þórarinsdóttir

Bál tímans

Örlagasaga Möðruvalla­bókar í sjö hundruð ár

Ofan í læstri hvelfingu í Reykjavík eru varðveitt ómetanleg skinnhandrit sem voru skrifuð fyrir mörg hundruð árum. Eitt þeirra er Möðruvallabók. Hér segir hún sögu sína þar sem við sögu koma hetjur og skúrkar Íslandssögunnar og hvernig hún slapp aftur og aftur naumlega frá báli tímans. Bók sem öll fjölskyldan getur notið saman.

Hulduheimar

Draumadalurinn / Vatnaliljutjörn

Tvö ný og töfrandi ævintýri um Evu, Sólrúnu og Jasmín og vini þeirra í Hulduheimum. Í Draumadalnum liggja allir íbúarnir andvaka af dularfullum ástæðum og í Vatnaliljutjörn leita stúlkurnar að enn einu hráefni í töfradrykkinn handa Teiti konungi. Skemmtilegar og ríkulega myndskreyttar léttlestrarbækur sem eiga marga aðdáendur.