Höfundur: Hulda Sigrún Bjarnadóttir

Morð og messufall

Fyrsta atvinnuviðtal Sifjar, nýútskrifaðs guðfræðings, fer ekki eins og hún hafði vonað. Eftir að þau sóknarpresturinn ganga fram á lík við altarið er henni boðin tímabundin staða kirkjuvarðar frekar en prestsembætti. Hún einsetur sér að sanna sig en fljótlega kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist í sókninni. Sprenghlægileg glæpasaga.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Mömmuskipti Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir Forlagið - Mál og menning Linda hefur alltaf verið frægari en hana langar. Mamma hennar er áhrifavaldur sem tjáir sig óspart um fjölskyldulífið á netinu og barnamynd af Lindu er þekkt um allan heim. En nú er illt í efni! Mamma Lindu keppir um pláss í nýjum raunveruleikaþætti. Ef allt fer á versta veg fá þau nýja mömmu í heilan mánuð og alþjóð mun fylgjast með!