Höfundur: Bjarni Gunnarsson

Rottueyjan og fleiri sögur

Fimm hrollvekjandi framtíðarsögur eftir krimmakónginn Nesbø. Veröld sagnanna er framandi og uggvænleg en mannlegt eðli er þó samt við sig. Ást og afbrýði, græðgi og þrá stýra gjörðum persónanna og grimmd og gæska togast á í sálarlífi þeirra. En þótt frásagnirnar séu myrkar og hryllingurinn skefjalaus lifir vonin um að mennskan sé seigasta aflið.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Liðin tíð Lee Child Forlagið - JPV útgáfa Jack Reacher er á leið til Kaliforníu þegar hann kemur auga á skilti með nafninu Laconia – sem er heimabær föður hans. En þegar hann fer að grafast fyrir um fólkið sitt er fátt um svör. Á sama tíma er ungt par á ferðalagi frá Kanada til New York. Þegar bíllinn þeirra bilar finna þau mótel úti í auðninni en þar er ekki allt eins og það á að vera.