Höfundur: David Attenborough

Líf á jörðinni okkar

Vitnisburður minn og framtíðarsýn

Bók sem á sérstakt erindi. „Ég hef átt ótrúlega ævi. Núna fyrst kann ég að meta hve einstök hún hefur verið. Þegar ég var ungur fannst mér eins og ég væri þarna úti í óbyggðunum og upplifði ósnortinn heim náttúrunnar – en þetta var tálsýn,“ skrifar David Attenborough og lítur yfir sviðið í þessari fróðlegu bók.