Kortabók skýjanna
Sex sögusvið sem skarast á sex tímaskeiðum með sex ólíkum stílbrigðum. Þessi magnaða skáldsaga rekur sig inn í komandi aldir og aftur til baka. Á því ferðalagi tengjast sögupersónur ólíkra tíma, örlög þeirra fléttast saman, stórar siðferðilegar spurningar kvikna og við blasir næsta ógnvekjandi framtíðarsýn.