Höfundur: Elsa E. Guðjónsson

Með verkum handanna - Íslenskur refilsaumur fyrri alda

Creative Hands - Icelandic laid-and-couched embroideries of past centuries

Í bókinni Með verkum handanna eru lagðar fram niðurstöður áratugarannsókna Elsu E. Guðjónsson textíl- og búningafræðings (1924-2010) á þeim fimmtán íslensku refilsaumsklæðum sem varðveist hafa. Í klæðunum eru varðveitt einhver stórbrotnustu listaverk Íslendinga frá fyrri öldum og þau hafa sérstöðu í alþjóðlegu samhengi.