Dauðaleit
Rannsóknarlögreglumaðurinn Halldór rannsakar hvarf stúlku í undirgöngunum í Hamraborg. Hann sér strax að málið er mjög líkt hvarfi besta vinar hans í sömu undirgöngum árið 1994. Vinurinn fannst aldrei og Halldór uppgötvar tengingu á milli ungmennanna tveggja. Skuggar fortíðar ásækja hann og enn á ný sér hann hluti sem aðrir sjá ekki.