Eilífðarvetur
Siðmenningin leið undir lok. Aldir hafa liðið. Á eyju sem eitt sinn hét Ísland ríkir viðvarandi vetur. Tveir sagnaþulir hitta fyrir vélkonu sem grafist hafði undir rústum en er nú fangi þeirra sem fundu hana. Sagnaþulirnir bjarga henni en þá hefst flótti yfir vetrarríki þar sem aðeins eitt lögmál virðist gilda; að komast af, sama hvað það kostar.