Niðurstöður

  • Emil Hjörvar Petersen

Hælið

Þegar undarlegir hlutir eiga sér stað á heimili nærri gamla Kópavogshælinu fer Uglu að gruna nágranna sinn um græsku. Skilaboð berast frá konu sem vistuð var á Kópavogshæli og Ugla fer að sjá fólk sem enginn annar sér. Henni verður ljóst að fjölskylda hennar er í mikilli hættu. Hælið er hrollvekjandi skáldsaga sem fær hárin til að rísa.

Ó, Karítas

Þegar Bragi flytur með börnin í hinn friðsæla Búðardal á það að marka nýtt upphaf fyrir fjölskylduna. Hann grunar þó ekki hve fljótt hann muni hrífast af dularfullri konu í þorpinu. Undarlegir hlutir eiga sér stað á nýju heimili fjölskyldunnar og það verður ljóst að einhver ókennileg öfl leynast í Búðardal.