Höfundur: Eva Rún Þorgeirsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Hugmyndasmiðir: Frábær hugmynd! Eva Rún Þorgeirsdóttir og Svava Arnardóttir Bókabeitan Vilt þú vera hugmyndasmiður?
Heimur framtíðar Skrímslin vakna Eva Rún Þorgeirsdóttir Bókabeitan Kata er ákveðin í að strjúka að heiman. Við undirbúning flóttans rekst hún á furðulega veru og þá breytast öll hennar plön! Skyndilega er hún lent í hættulegri atburðarás og kynnist undarlegum heimi sem hún vissi ekki að væri til. Teikningar eftir Loga Jes Kristjánsson.
Ljósaserían Stúfur fer í sumarfrí Eva Rún Þorgeirsdóttir Bókabeitan Stúfur er kominn í sumarfrí og lætur sig dreyma um að fara í ferðalag. Hann verður himinlifandi þegar Lóa vinkona hans býður honum að koma með sér til Ítalíu! Stúfur skemmtir sér konunglega og lendir í óvæntum ævintýrum í þessu besta sumarfríi lífs hans. Myndir eftir Blævi Guðmundsdóttur.
Sumarþrautabók Stúfs Eva Rún Þorgeirsdóttir og Blær Guðmundsdóttir Bókabeitan Í bókinni Stúfur fer í sumarfrí fer jólasveinninn Stúfur til Ítalíu með Lóu vinkonu sinni. Hann skemmtir sér konunglega og lendir í nokkrum óvæntum ævintýrum. Í þessari bók eru þrautir og myndir til að lita sem tengjast sumarfríinu hans Stúfs. Þetta er tilvalin bók til að taka með í þitt eigið sumarfrí!
Þrautabók Stúfs Eva Rún Þorgeirsdóttir Bókabeitan Stúfi finnst svakalega gaman aðleysa ráðgátur og þrautir. Í þessari bók eru einmitt alls konar þrautir sem þú getur leyst og myndir til að lita. Hér getur þú meira að segja skrifað þína eigin ráðgátu!