Höfundur: Eva Rún Þorgeirsdóttir
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Hugmyndasmiðir: Frábær hugmynd! | Svava Björk Ólafsdóttir og Eva Rún Þorgeirsdóttir | Bókabeitan | Vilt þú vera hugmyndasmiður? Í þessari bók kynnist þú aðferðum við að hugsa skapandi, fá hugmyndir og láta þær verða að veruleika. Bókin fjallar líka um það hvers vegna hugmyndasmiðir eru mikilvægir fyrir framtíðina. Í gegnum verkefnið læra krakkar um nýsköpun, sem eflir frumkvöðlafærni þeirra og hvetur þau til að skapa lausnir fyrir framtíðina. |
| Ljósaserían: Stúfur og björgunarleiðangurinn | Eva Rún Þorgeirsdóttir | Bókabeitan | Jólakötturinn er alltaf í vondu skapi. Einn daginn ákveður Stúfur að hjálpa honum að finna gleðina og góða skapið sem gerir lífið svo miklu skemmtilegra. En þegar þeir félagar finna lítið lamb í hættu breytist dagurinn í svakalegan björgunarleiðangur! |
| Ró | Eva Rún Þorgeirsdóttir | Björt bókaútgáfa - Bókabeitan | Einfaldar æfingar fyrir krakka og fullorðna til að kalla fram slökun og innri ró. |
| Heimur framtíðar Skrímslin vakna | Eva Rún Þorgeirsdóttir | Bókabeitan | Kata er ákveðin í að strjúka að heiman. Við undirbúning flóttans rekst hún á furðulega veru og þá breytast öll hennar plön! Skyndilega er hún lent í hættulegri atburðarás og kynnist undarlegum heimi sem hún vissi ekki að væri til. Teikningar eftir Loga Jes Kristjánsson. |
| Ljósaserían Stúfur fer í sumarfrí | Eva Rún Þorgeirsdóttir | Bókabeitan | Stúfur er kominn í sumarfrí og lætur sig dreyma um að fara í ferðalag. Hann verður himinlifandi þegar Lóa vinkona hans býður honum að koma með sér til Ítalíu! Stúfur skemmtir sér konunglega og lendir í óvæntum ævintýrum í þessu besta sumarfríi lífs hans. Myndir eftir Blævi Guðmundsdóttur. |
| Sumarþrautabók Stúfs | Eva Rún Þorgeirsdóttir og Blær Guðmundsdóttir | Bókabeitan | Í bókinni Stúfur fer í sumarfrí fer jólasveinninn Stúfur til Ítalíu með Lóu vinkonu sinni. Hann skemmtir sér konunglega og lendir í nokkrum óvæntum ævintýrum. Í þessari bók eru þrautir og myndir til að lita sem tengjast sumarfríinu hans Stúfs. Þetta er tilvalin bók til að taka með í þitt eigið sumarfrí! |
| Þrautabók Stúfs | Eva Rún Þorgeirsdóttir | Bókabeitan | Stúfi finnst svakalega gaman aðleysa ráðgátur og þrautir. Í þessari bók eru einmitt alls konar þrautir sem þú getur leyst og myndir til að lita. Hér getur þú meira að segja skrifað þína eigin ráðgátu! |