Höfundur: Freydís Kristjánsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Saga finnur fjársjóð (og bætir heiminn í leiðinni) Sirrý Arnardóttir Veröld Saga er nýflutt í borgina og leiðist. Hún fer út og hittir þar þrjá stráka sem allir eru eins, og saman ákveða þau að gera heiminn betri. Þau byrja á því að tína upp rusl í fjörunni og finna þar óvenjulegan fjársjóð sem hefur óvæntar afleiðingar í för með sér ...
Tríó lendir í ævintýrum Bjarni Hafþór Helgason Veröld Hvolpurinn Tríó laumar sér óvænt inn í líf Stebba og Ásu og foreldra þeirra. Hann reynist mjög forvitinn en líka afar klókur. Fjölskyldan lendir í alls konar ævintýrum þegar Tríó ákveður að fara sínar leiðir, hvort sem það er að grafa sig inn í gæludýraverslun, fljúga með dróna eða fara í óvænta og óvenjulega sjóferð!
Valli litli rostungur – ævintýri byggt á sannri sögu Helgi Jónsson, Edda Elísabet Magnúsdóttir og Anna Margrét Marinósdóttir Sögur útgáfa Dag einn birtist óvænt lítill rostungur á bryggju í bæ við strendur Íslands. Þetta er hann Valli litli sem er svangur eftir langt ferðalag. Það er ekki auðvelt að vera sex ára áttavilltur rostungur sem hefur týnt mömmu sinni. Skyldi hún enn vera á lífi? Lestu og hlustaðu á hljóð sjávardýranna. Þú getur líka hlustað á Jóhann Sigurðarson lesa söguna.