Höfundur: Gerður Kristný

Múmínálfarnir og Hafshljómsveitin

Hugljúf endursögn úr Minningum múmínpabba eftir Tove Jansson. Múmínfjölskyldan siglir um höfin og lendir í ótal ævintýrum: þau bjarga frænku hemúlsins úr lífsháska, leggja lævísa gildru fyrir risavaxinn dronta og hitta dularfullar slímloppur. En besta ævintýrið bíður þeirra heima. Litríkar myndir varpa töfraljóma á lífið í múmíndal.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Dreki í múmíndal Cecilia Davidsson og Tove Jansson Forlagið - Mál og menning Hugljúf og falleg saga um síðasta drekann í veröldinni, sem múmínsnáðinn finnur í gruggugri tjörn. Drekinn glitrar sem gull, lifir á flugum og er ákaflega þrjóskur. Múmínsnáðinn þráir ekkert meira en að eiga dreka en drekinn kýs miklu frekar félagsskap Snúðs! Litríkar teikningar varpa töfraljóma á lífið í múmíndal.
Meira pönk – meiri hamingja Gerður Kristný Forlagið - Mál og menning Hér er komið sjálfstætt framhald af Iðunni og afa pönk sem gladdi bæði pönkara og aðra lesendur upp í hanakamba. Nú er komin verslunarmannahelgi og vinkonurnar Iðunn og María Sara ákveða að halda sína eigin útihátíð. En óheppnin eltir þær á röndum svo mamma neyðist loks til að skerast í leikinn. Fyndin og fjörug saga sem endalaust kemur...
Ósýnilegur gestur í múmíndal Cecilia Davidsson Forlagið - Mál og menning Hugljúf og falleg endursögn á smásögu Tove Jansson um stúlkuna Ninnu sem varð ósýnileg þegar hún dvaldi hjá kuldalegri frænku. Tikkatú er viss um að hjá múmínfjölskyldunni muni Ninna verða sýnileg aftur en múmínsnáðinn og Mía litla eru ekki sammála um hvaða leið sé best til þess. Litríkar myndir varpa töfraljóma á lífið í múmíndal.
Urta Gerður Kristný Forlagið - Mál og menning Urta segir í fáum en áhrifamiklum orðum sögu af harðri lífsbaráttu á hjara veraldar. Gerður Kristný hefur lengi verið eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar, enda hafa fáir viðlíka tök á blæbrigðum tungumálsins. Ljóðabálkar hennar hafa vakið aðdáun lesenda hér heima og víða erlendis og því sætir nýr slíkur ævinlega tíðindum.