Höfundur: Gerður Kristný

Ósýnilegur gestur í múmíndal

Hugljúf og falleg endursögn á smásögu Tove Jansson um stúlkuna Ninnu sem varð ósýnileg þegar hún dvaldi hjá kuldalegri frænku. Tikkatú er viss um að hjá múmínfjölskyldunni muni Ninna verða sýnileg aftur en múmínsnáðinn og Mía litla eru ekki sammála um hvaða leið sé best til þess. Litríkar myndir varpa töfraljóma á lífið í múmíndal.

Urta

Urta segir í fáum en áhrifamiklum orðum sögu af harðri lífsbaráttu á hjara veraldar. Gerður Kristný hefur lengi verið eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar, enda hafa fáir viðlíka tök á blæbrigðum tungumálsins. Ljóðabálkar hennar hafa vakið aðdáun lesenda hér heima og víða erlendis og því sætir nýr slíkur ævinlega tíðindum.