Höfundur: Guðmundur J. Guðmundsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Catilinusamsærið Gaius Sallustius Crispus Ugla Rómaveldi á árunum 66–62 f. Kr. Þá gerði öldungaráðsmaðurinn Lucius Catilina ásamt nokkrum félögum tilraun til að ræna völdum í ríkinu. Þótt frásögnin sé lífleg og spennandi dregur höfundur upp dökka mynd af stjórnmálaástandinu í Róm á þessum tíma, enda telur hann að samsæri Catilinu sé eins konar forleikur að falli rómverska keisaraveldisins.
Faðir Brown G.K. Chesterton Ugla Sposkur á svip sinnir faðir Brown sóknarbörnum sínum af samúð og virðingu. En undir hæglátu yfirbragði prestsins býr næmur skilningur á mannlegu eðli, ekki síst hinum myrku hliðum þess. Með skörpu innsæi sínu og hljóðlátum vitsmunum leysir faðir Brown flókin sakamál. Úrval smásagna um einn ástsælasti einkaspæjari enskra glæpasagnabókmennta.
Frá sjálfstæðisbaráttu til búsáhaldabyltingar Þættir úr Íslandssögu Guðmundur J. Guðmundsson Ugla Frá sjálfstæðisbaráttu til búsáhaldabyltingar er yfirlitsrit um sögu Íslands frá því að Baldvin Einarsson og samherjar hans hófu baráttu fyrir endurreisn Alþingis og þar til ríkisstjórn Geirs H. Haarde féll í kjölfar bankahrunsins haustið 2008.
Íslandsferð Idu Pfeiffer Guðmundur J. Guðmundsson þýddi og ritaði inngang Ida Pfeiffer Ugla Vorið 1845 steig á land í Hafnarfirði kona að nafni Ida Pfeiffer. Hún var ein á ferð, ferðabókahöfundur að viða að sér efni í bók um Norðurlönd. Hún hafði gert sér háar hugmyndir um land og þjóð og varð ekki fyrir vonbrigðum með náttúru landsins. En kynnin af innfæddum ollu henni vonbrigðum. Henni fannst þeir latir, ágjarnir og hinir mestu sóðar.
Lofgjörð til Katalóníu George Orwell Ugla Í þessari bók lýsir breski rithöfundurinn George Orwell reynslu sinni úr borgarastyrjöldinni á Spáni þar sem hann barðist sem sjálfboðaliði með sveitum sósíalista á árunum 1936–1937. Sú reynsla mótaði stjórnmálaskoðanir hans það sem eftir var ævinnar og gerði hann að hörðum andstæðingi alræðis.