Höfundur: Helga Ólafs

Kötturinn Emil sem allir vildu eiga

Hjartnæm saga byggð á sönnum atburðum. Það var á köldu vetrarkvöldi að kötturinn Emil hvarf sporlaust frá heimili sínu í Mosfellsbæ aðeins tveggja ára. Heimilisfólkið leitaði hans logandi ljósi en Emil fannst hvergi. Í heil sjö ár átti Emil viðburðaríkt líf langt frá fjölskyldu sinni en vonin um að þau fengju að sjá hann aftur slokknaði aldrei.