Marta, Marta
Titill þessarar áhrifamiklu færeysku skáldsögu vísar til Biblíupersónunnar Mörtu í Nýja testamentinu. Henni var ráðlagt að sneiða hjá óþarfa átökum og beina sjónum að hinu jákvæða og góða í lífinu. En Marta í skáldsögunni spyr hvar hið jákvæða og góða leynist í heimi þröngsýni og óréttlætis?