Höfundur: Hjalti Þorleifsson
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Ferð til Indlands | E.M. Forster | Ugla | Ferð til Indlands er frægasta verk enska skáldsagnahöfundarins E.M. Forsters. Bókin gerist á Indlandi á fyrri hluta tuttugustu aldar þegar landið laut breskri stjórn. Enskar aðkomukonur mæta tortryggni landa sinna í borginni Chandrapore þegar þær lýsa yfir áhuga á að kynnast aðstæðum innfæddra og valda síðan uppnámi innan indverska samfélagsins. |
| Handfylli moldar | Evelyn Waugh | Ugla | Eftir sjö ára hjónaband hefur hin fagra lafði Brenda fengið nóg af lífinu á gotneska sveitasetrinu sem er stolt og yndi eiginmanns hennar, Tonys. Hún fer að halda við hinn grunnhyggna John Beaver, yfirgefur Tony og hverfur á vit samkvæmislífsins í London. Óvænt örlög bíða söguhetjanna í þessari óviðjafnanlegu skáldsögu sem er í senn harmræn og ... |
| Handfylli moldar | Evelyn Waugh | Ugla | Eftir sjö ára hjónaband hefur hin fagra lafði Brenda fengið nóg af lífinu á Hetton Abbey, gotneska sveitasetrinu sem er stolt og yndi eiginmanns hennar, Tonys. Hún fer að halda við hinn grunnhyggna John Beaver, yfirgefur Tony og hverfur á vit samkvæmislífsins í London. Óvænt örlög bíða söguhetjanna í þessari óviðjafnanlegu skáldsögu. |