Höfundur: Ingimundur Gíslason

Ofsögur

Í bók þessari birtast tuttugu og níu smásögur og þættir sem snerta ýmsar hliðar mannlífsins. Íslensk náttúra og sígild tónlist eru hvort tveggja höfundi hugleikin. Í frásögnunum glittir í lúmska fyndni þar sem breyskleika hins daglega lífs er lýst á nærgætinn hátt. Skopskyn höfundar hefur aldrei notið sín betur.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Konan sem alltaf gekk á undan Ingimundur Gíslason Bókaútgáfan Sæmundur Sögusvið í smásögum Ingimundar er kunnuglegt en teygir sig reyndar einnig til annarra landa. En rétt eins og höfundi lætur vel að skyggnast inn í ólgandi óreiðuna í hugum sögupersóna sinna vítt og breitt um veröldina, á ekki síður við hann að stíla fallegar stemningar um sína hjartans vini í ríki dýra, fugla, skordýra og plantna á Íslandi.