Höfundur: Jón Erlendsson

Don Juan

sextán kviður

George Gordon Byron (1788-1824) er eitt virtasta skáld Breta fyrr og síðar og eru kviðurnar um Don Juan það framlag hans til heimsbókmentanna sem hvað glæsilegast þykir. Don Juan er piltur af spænskum lágaðli alinn upp af strangri og siðavandri móður. Eftir að hafa valdið safaríku hneyksli á heimaslóð er hann sendur úr landi sér til betrunar.

Hóras prins af Hákoti

Uppgjafabóndinn Hóras gerist róni í Reykjavík á sjöunda áratug 20. aldar. Hann kemur víða við sögu, er um tíma formaður 17. júní nefndar borgarinnar og síðar forsætisráðherra – en stefnumálin eru vafasöm og sögulok ill. Drepfyndinn harmleikur í bundnu máli, ortur af galsafenginni ófyrirleitni sem kankast á við klassískan skáldskap fyrri alda.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Paradísarmissir John Milton Forlagið - Mál og menning Stórbrotið söguljóð frá 17. öld eftir eitt af höfuðskáldum Englendinga. Frásögnin spannar alla heimssöguna, frá sköpun til dómsdags, en kjarni hennar er syndafallið og klækjabrögð Satans þegar hann freistar Adams og Evu í aldingarðinum. Jón Erlendsson þýðir kvæðið af eljusemi og listfengi og skrifar skýringar, en inngang ritar Ástráður Eysteinsson.