Höfundur: Jon Fosse

Hitt nafnið

Sjöleikurinn I-II

Fyrsta bókin af þremur í stórvirki Nóbelshöfundarins, svonefndum Sjöleik. Seiðandi og stórbrotin saga um listina, um Guð, um alkóhólisma, vináttuna og framrás tímans. Hún fjallar um dauðann, en líka um þýðingu þess að vera á lífi, um hlýjuna frá hundi, gleðina við að keyra í snjó og bragðið af spældum eggjum og steiktu fleski.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Skýin eru skuggar ljóðaúrval Jon Fosse Dimma Nóbelsskáldið Jon Fosse byrjaði snemma að yrkja og hefur alla tíð haldið því áfram. Enda þótt prósaverkin og leikritin beri jafnan hæst er ljóðlistin mikilvægur hluti af höfundarverkinu í heild. Þetta ljóðaúrval spannar fjóra áratugi á ferli skáldsins og veitir góða innsýn í þá veröld sem verk hans spretta úr.
Þannig var það Jon Fosse Espólín forlag Þannig var það er nýtt leikrit eftir hinn nafnkunna, norska rithöfund Jon Fosse sem nú hefur hlotið Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Aldraður maður íhugar líf sitt og sögu við leiðarlok. Hann veltir fyrir sér stöðu sinni í dag og hvort lífsferillinn varð sá sem hann vildi. "Ég sóaði lífi mínu / í þessar myndir / í þessi málverk ."