Höfundur: Jónas Guðmundsson

Gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu

Gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu hefur að geyma leiðarlýsingar tæplega 30 fjölbreyttra gönguleiða á höfuðborgarsvæðinu og í kringum það. Sumar leiðirnar liggja á fjöll, aðrar um menningar- og söguslóðir og enn aðrar umhverfis kyrrlát vötn, skóga, meðfram fjörum og um skrúðugt dýra- og plöntulíf. Margar leiðirnar henta fyrir fjallahjól, aðrar fyrir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Gönguleiðir á hálendinu Jónas Guðmundsson Salka Gönguleiðir á hálendinu hefur að geyma lifandi leiðarlýsingar tæplega 30 leiða á hálendinu, nánar tiltekið að Fjallabaki og í kringum Landmannalaugar. Hverri leið fylgir leiðarlýsing, kort og GPS-hnit, fjöldi ljósmynda og upplýsingar um staðhætti og aðstæður. Þar að auki má finna sögulegan og landfræðilegan fróðleik um þær leiðir sem gengið er h...
Gönguleiðir á Reykjanesi Jónas Guðmundsson Salka Lifandi leiðarlýsingar, kort og GPS-hnit tæplega 30 áfangastaða á Reykjanesskaga. Gönguleiðirnar eru innblásnar af þeim miklu jarðumbrotum sem hafa einkennt svæðið alla tíð. Margar leiðirnar henta fyrir fjallahjól, aðrar fyrir utanvegahlaup og enn aðrar til að kynna yngstu kynslóðina fyrir töfrum fjallaferða.