Gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu
Gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu hefur að geyma leiðarlýsingar tæplega 30 fjölbreyttra gönguleiða á höfuðborgarsvæðinu og í kringum það. Sumar leiðirnar liggja á fjöll, aðrar um menningar- og söguslóðir og enn aðrar umhverfis kyrrlát vötn, skóga, meðfram fjörum og um skrúðugt dýra- og plöntulíf. Margar leiðirnar henta fyrir fjallahjól, aðrar fyrir