Höfundur: Jónína Leósdóttir
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
---|---|---|---|
Launsátur | Jónína Leósdóttir | Forlagið - Mál og menning | Hér glíma rannsóknarlögreglukonan Soffía og fyrrverandi eiginmaður hennar, sálfræðingurinn Adam, við margslungið glæpamál. Saman rannsaka þau hverja vísbendinguna á fætur annarri í skugga Covid-19-faraldursins sem lamar lögreglustöðina og litar allt samfélagið. Bækur Jónínu um eftirlaunakonuna Eddu hafa notið mikilla vins... |
Varnarlaus | Jónína Leósdóttir | Forlagið - Mál og menning | Sálfræðingurinn Adam er rétt mættur í vinnuna þegar barni er rænt úr afgreiðslunni. Skömmu síðar platar fyrrverandi eiginkonan Soffía hann til að taka að sér flókið og vafasamt mál fyrir lögregluna. Varnarlaus er önnur sagan um Adam og Soffíu en sú fyrsta, Launsátur, hlaut frábærar viðtökur. |
Þvingun | Jónína Leósdóttir | Forlagið - Mál og menning | Maður finnst myrtur í bústað við Laugarvatn og sú sem kemur að honum er Magga, dóttir Adams sálfræðings og Soffíu rannsóknarlögreglukonu. Mál fara að flækjast þegar í ljós kemur að einn skjólstæðingur Adams hefur fundið hótunarbréf sem tengist morðinu og fyrr en varir er Adam enn á ný kominn í hlutverk aðstoðarmanns fyrrverandi eiginkonu sinnar. |