Tímaráðuneytið
Kona fær það starf að aðstoða einstaklinga flutta úr fortíðinni við að aðlagast nútímanum. Graham Gore, sjóliðsforingi úr heimskautaleiðöngrum nítjándu aldar, er sá fyrsti sem hún tekur á móti og fljótt takast með þeim eldheitar ástir. Rómantík, njósnir og tímaflakk – áleitin frásögn um það að tilheyra tilteknum stað og tíma.