Höfundur: Kári Vatýsson

Hyldýpi

Hyldýpi er spennutryllir sem heldur lesandanum frá fyrstu blaðsíðu. Dögg Marteinsdóttir er ungur læknir sem starfar í Súdan. Kristján er nýbúinn að stofna eigin lögfræðistofu í Reykjavík en verkefnin láta á sér standa. Pawel á von á barni með ungri íslenskri kærustu. Líf þessara þriggja ólíku einstaklinga eiga eftir að tvinnast saman.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Kverkatak Kári Vatýsson Hringaná Sakamálasaga, sálfræðitryllir um fertugan lögfræðing sem er að fá gráa fiðringinn og hrífst af ungri konu sem byrjar að vinna með honum. Hann flækist inn í morðmál og kynnist af eigin raun hrottaskap reykvískra undirheima. Í stuttu máli fer líf hans allt í vaskinn á ótrúlega skömmum tíma.